VÖRUMERKI
Bio‑Oil®
VÖRUHEITI OG STÆRÐIR
Skincare Oil 25ml
Skincare Oil 60ml
Skincare Oil 125ml
Skincare Oil 200ml
ÁBENDINGAR
Ör Hjálpar til við að bæta ásýnd eldri og nýrri öra. Húðslit Hjálpar til við að bæta ásýnd húðslits. Stuðlar einnig að auknum teygjanleika húðarinnar og dregur þannig úr líkum á að húðslit myndist. Ójafn húðlitur Hjálpar til við að bæta úr ásýnd ójafns húðlits. Húðöldrun Hjálpar til við að draga úr útlitslegri húðöldrun fyrir líkama og andlit. Þurr húð Hjálpar til við að draga úr rakatapi og bæta ásýnd þurrar húðar.
ÚTLIT
Appelsínugul/bleik olía.
SAMSETNING
Sérstök olíublanda sem inniheldur vítamín og plöntukjarna.
INNIHALDSEFNI
Paraffinum Liquidum, Triisononanoin, Cetearyl Ethylhexanoate, Isopropyl Myristate, Retinyl Palmitate, Helianthus Annuus Seed Oil, Tocopheryl Acetate, Anthemis Nobilis Flower Oil, Lavandula Angustifolia Oil, Rosmarinus Officinalis Leaf Oil, Calendula Officinalis Extract, Glycine Soja Oil, Bisabolol, Tocopherol, Parfum, Alpha-Isomethyl Ionone, Amyl Cinnamal, Benzyl Salicylate, Citronellol, Coumarin, Eugenol, Farnesol, Geraniol, Hydroxycitronellal, Limonene, Linalool, CI 26100.
OFNÆMISVALDAR
Það eru 11 ofnæmisvaldar í Bio‑Oil® Skincare Oil. Eins og með flesta ofnæmisvalda þá er þessa að finna í plöntuolíum og ilmefnum. Þeir eru: Alfa-ísómetýljónón, amýlsinnamal, bensýlsalisýlat, sítrónellól, kúmarín, eugenól, farnesól, geraníól, hýdroxýsítrónellal, límónen og línalól.
ÖRYGGISMAT
Viðurkenndur eituefnafræðingur hefur framkvæmt öryggismat á Bio‑Oil® Skincare Oil og hefur varan verið flokkuð sem örugg fyrir fyrirhugaða notkun hennar fyrir fullorðna, þar með talið barnshafandi konur og konur með barn/börn á brjósti, og börn eldri en þriggja ára.
KLÍNÍSKAR RANNSÓKN Á ÖRUM
Rannsóknarsetur proDERM stofnun hagnýtra húðrannsókna í Hamborg, Þýskalandi. Markmið Til að meta virkni Bio‑Oil® Skincare Oil við að bæta ásýnd öra. Dæmi Þátttakendur: 36 kvenkyns þátttakendur með ýmis konar húðgerðir samkvæmt Fitzpatrick skalanum. Aldur öra: nýleg og allt að 3 ára gömul. Staðsetningar öra: kviður, fótleggur, handleggur, háls, hné, búkur, efri hluti líkamans. Aldur þátttakenda: 18–65. Aðferðafræði Tvíblind, slembiröðuð samanburðarrannsókn. Þátttakendur voru með samsvarandi ör eða ör sem voru nógu stór til að hægt væri að helmingaskipta örinu og bera saman hjá sama einstaklingi. Ásetning vörunnar fór fram tvisvar á dag í 8 vikur; ekkert frekara nudd fór fram á marksvæðinu. Ásetning fór fram undir eftirliti og með reglulegu millibili. Mat framkvæmt við viku 0, 2, 4 og 8. Lagt var mat á mismunandi örabreytur samkvæmt skilgreiningu örmatsskala sjúklings og athuganda (Patient and Observer Scar Assessment Scale (POSAS)). Niðurstaða Bio‑Oil® Skincare Oil er áhrifarík leið til að bæta ásýnd öra. Tölfræðilega marktækur árangur náðist eftir aðeins 2 vikur (15. dagur), sem var greinilegur hjá 66% þátttakendum. Eftir 8 vikur (57. dagur) sýndu 92% þátttakenda bata, þar sem umfang batans var næstum þrefalt meira en við 2 vikur. Stöðugur bati samkvæmt POSAS skalanum á meðan á rannsókninni stóð.
RANNSÓKN Á ÞRYMLABÓLUÖRUM
Rannsóknarsetur Húðlækningadeild, Háskólasjúkrahúsið í Peking í Peking, Kína. Markmið Könnunarrannsókn til að meta virkni Bio‑Oil® Skincare Oil við að bæta ásýnd öra eftir þrymlabólur (örtur) í andliti kínverskra þátttakenda. Dæmi Þátttakendur: 44 kínverskir þátttakendur með nýmynduð þrymlabóluör í andliti (<1 árs). Í Bio‑Oil® Skincare Oil meðferðarsellunni voru 32 þátttakendur og í ómeðhöndluðu sellunni voru 12 þátttakendur. Aldur þátttakenda: 14–30. Aðferðafræði Slembiröðuð samanburðarrannsókn með blinduðum flokkunaraðila. Þátttakendur tóku þátt í upphaflegu skimunarmati sem fylgt var eftir með 1 vikna tímabili án notkunar (útskolunartímabili). Ásetning vörunnar fór fram tvisvar á dag í 10 vikur. Ásetning fór fram undir eftirliti og með reglulegu millibili. Mat sem var framkvæmt við viku 0, 4, 8 og 10 fól í sér eftirfarandi: Alþjóðlega örskalann (Global Scarring Score, GSS) sem metinn var af rannsakanda, mælingu á lit/roða bóluöra með litamæli, mælingu á húðfitumagni með húðfitumæli og skráningu húðsjúkdómalæknis á fjölda stíflaðra svitahola og bólguskemmda. Þátttakendur fylltu einnig út sjálfsmatsspurningarlista í hverri heimsókn. Niðurstaða Besti árangurinn með tilliti til klínískrar flokkunar var í virkni Bio‑Oil® Skincare Oil við að draga úr roða í blettabóluörum (macular/flat), þar sem húðin í heildina lýsist upp. Niðurstöður sjálfsmatsspurningalistans sýndu að yfir 84% þátttakenda fundu fyrir bata á heildarástandi bóluöranna og yfir 90% fundu fyrir bata á lit öranna. Niðurstöður úr talningu á þrymlabólum og húðfitumælingar sýndu fram á að notkun Bio‑Oil® Skincare Oil veldur hvorki þrymlabólum né eykur þær eða húðfituseytingu.
KLÍNÍSK RANNSÓKN Á HÚÐSLITI
Rannsóknarsetur proDERM stofnun hagnýtra húðrannsókna í Hamborg, Þýskalandi. Markmið Til að meta virkni Bio‑Oil® Skincare Oil við að bæta ásýnd húðslita. Dæmi Þátttakendur: 38 kvenkyns þátttakendur með ýmis konar húðgerðir samkvæmt Fitzpatrick skalanum. Orsakir húðslits: ýmis konar (í kjölfar meðgöngu, þyngdaraukning eða vaxtarkippir unglinga). Staðsetningar húðslita: kviður, læri og mjaðmir. Aldur þátttakenda: 18–65. Aðferðafræði Tvíblind, slembiröðuð samanburðarrannsókn. Þátttakendur voru með samsvarandi húðslit eða húðslit sem voru nógu stór til að hægt væri að helmingaskipta húðslitssvæðinu og bera saman hjá sama einstaklingi. Ásetning vörunnar fór fram tvisvar á dag í 8 vikur; ekkert frekara nudd fór fram á marksvæðinu. Ásetning fór fram undir eftirliti og með reglulegu millibili. Mat framkvæmt við viku 0, 2, 4 og 8. Lagt var mat á mismunandi örabreytur samkvæmt skilgreiningu örmatsskala sjúklings og athuganda (Patient and Observer Scar Assessment Scale (POSAS)). Niðurstaða Bio‑Oil® Skincare Oil er áhrifarík leið til að bæta ásýnd húðslita. Tölfræðilega marktækur árangur náðist eftir aðeins 2 vikur (15. dagur), sem var greinilegur hjá 95% þátttakenda. Eftir 8 vikur (57. dagur) sýndu 100% þátttakenda bata, þar sem umfang batans var yfir tvöfalt meira en við 2 vikur. Stöðugur bati samkvæmt POSAS skalanum á meðan á rannsókninni stóð.
KLÍNÍSK RANNSÓKN Á ÓJÖFNUM HÚÐLIT
Rannsóknarsetur Thomas J. Stephens & Associates, Inc., Texas, Bandaríkin. Markmið Til að meta virkni Bio‑Oil® Skincare Oil við að bæta ásýnd ójafns húðlits og skellulitunar þegar varan var notuð af konum með vægan til miðlungsmikinn ljósskaða (öldrun) í húð á andliti og hálsi. Dæmi Þátttakendur: 67 kvenkyns þátttakendur með ýmis konar húðgerðir samkvæmt Fitzpatrick skalanum, með klínískt metinn vægan til miðlungsmikinn ljósskaða á andliti og hálsi. Í Bio‑Oil® Skincare Oil meðferðarsellunni voru 35 þátttakendur og í ómeðhöndluðu sellunni voru 32 þátttakendur. Aldur þátttakenda: 30–70. Aðferðafræði Slembiröðuð samanburðarrannsókn með blinduðum flokkunaraðila. Þátttakendur tóku þátt í upphaflegu skimunarmati sem fylgt var eftir með 1 vikna tímabili án notkunar (útskolunartímabili). Ásetning vörunnar fór fram á andlit og háls tvisvar á dag í 12 vikur. Ásetning fór fram undir eftirliti við upphafsheimsókn. Klínískt mat framkvæmt við viku 0, 2, 4, 8 og 12. Ójafn húðlitur og skellulitun þátttakenda var flokkað með klínískum hætti og var gerður greinarmunur á andliti og hálsi. Niðurstaða Bio‑Oil® Skincare Oil er áhrifarík leið til að bæta ásýnd ójafns húðlits og skellulitunar í húð með ljósskaða (öldrun). Eftir 4 vikur náðist tölfræðilega marktæk niðurstaða fyrir bæði breytur á andliti og hálsi. Eftir 12 vikur kom fram tölfræðilega marktækur bati hjá 86% þátttakenda í Bio‑Oil® Skincare Oil meðferðarsellunni með tilliti til ójafns húðlits á andliti, 71% þátttakenda með tilliti til skellulitunar á andliti, 69% þátttakenda með tilliti til ójafns húðlits á hálsi og 60% þátttakenda með tilliti til skellulitunar á hálsi.
KLÍNÍSK RANNSÓKN Á HÚÐÖLDRUN
Rannsóknarsetur Thomas J. Stephens & Associates, Inc., Texas, Bandaríkin. Rannsókn 1: Andlit og háls Markmið Til að meta virkni Bio‑Oil® Skincare Oil þegar varan var notuð af konum með vægan til miðlungsmikinn ljósskaða (öldrun) í húð á andliti og hálsi. Dæmi Þátttakendur: 67 kvenkyns þátttakendur með ýmis konar húðgerðir samkvæmt Fitzpatrick skalanum, með klínískt metinn vægan til miðlungsmikinn ljósskaða á andliti og hálsi. Í Bio‑Oil® Skincare Oil meðferðarsellunni voru 35 þátttakendur og í ómeðhöndluðu sellunni voru 32 þátttakendur. Aldur þátttakenda: 30–70. Aðferðafræði Slembiröðuð samanburðarrannsókn með blinduðum flokkunaraðila. Þátttakendur tóku þátt í upphaflegu skimunarmati sem fylgt var eftir með 1 vikna tímabili án notkunar (útskolunartímabili). Ásetning vörunnar fór fram á andlit og háls tvisvar á dag í 12 vikur. Ásetning fór fram undir eftirliti við upphafsheimsóknina. Klínískt mat var framkvæmt við viku 0, 2, 4, 8 og 12. Þátttakendur voru flokkaðir með klínískum hætti og var gerður greinarmunur á andliti og hálsi með tilliti til eftirfarandi verkunarbreyta: heildarásýnd, fínar línur, grófar hrukkur, skellulitun, ójafn húðlitur, gróft/slétt útlit, gróft/slétt við snertingu, stinnt útlit og skýrleiki (daufleiki). Niðurstaða Bio‑Oil® Skincare Oil er áhrifarík leið til að bæta heildarásýnd húðar á andliti og hálsi með ljósskaða (öldrun). Eftir 8 vikur náðist tölfræðilega marktæk niðurstaða fyrir allar klínískt breytur fyrir verkun sem lagt var mat á. Eftir 12 vikur kom fram tölfræðilega marktækur bati hjá 94% þátttakenda í Bio‑Oil® Skincare Oil meðferðarsellunni hvað varðar á heildarásýnd á andlitssvæði og það kom fram tölfræðilega marktækur bati hjá 80% þátttakenda hvað varðar heildarásýnd á hálssvæði. Rannsókn 2: Líkami Markmið Til að meta virkni Bio‑Oil® Skincare Oil þegar varan var notuð á bringu, lægri fótlegg og handlegg af konum með vægan til miðlungsmikinn ljósskaða (öldrun) í húð. Dæmi Þátttakendur: 67 kvenkyns þátttakendur með ýmis konar húðgerðir samkvæmt Fitzpatrick skalanum, með klínískt metinn vægan til miðlungsmikinn ljósskaða á andliti og hálsi. Í Bio‑Oil® Skincare Oil meðferðarsellunni voru 35 þátttakendur og í ómeðhöndluðu sellunni voru 32 þátttakendur. Aldur þátttakenda: 30–70. Aðferðafræði Slembiröðuð samanburðarrannsókn með blinduðum flokkunaraðila. Þátttakendur tóku þátt í upphaflegu skimunarmati sem fylgt var eftir með 1 vikna tímabili án notkunar (útskolunartímabili). Ásetning vörunnar fór fram á bringu, neðri fótleggi og handleggi tvisvar á dag í 12 vikur. Ásetning fór fram undir eftirliti við upphafsheimsóknina. Klínískt mat var framkvæmt við viku 0, 2, 4, 8 og 12. Þátttakendur voru flokkaðir með klínískum hætti og var gerður greinarmunur á andliti og hálsi með tilliti til eftirfarandi verkunarbreyta: heildarásýnd, krumpuð áferð, þurrkur/flögnun, gróft/slétt útlit og gróft/slétt við snertingu. Niðurstaða Bio‑Oil® Skincare Oil er áhrifarík leið til að bæta heildarásýnd húðar á líkamanum með ljósskaða (öldrun). Eftir 4 vikur náðist tölfræðilega marktæk niðurstaða fyrir allar klínískt breytur fyrir verkun sem lagt var mat á. Eftir 12 vikur kom fram tölfræðilega marktækur bati hjá 89% þátttakenda í Bio‑Oil® Skincare Oil meðferðarsellunni með tilliti til heildarásýndar bringu, neðri fótleggja og handleggja.
KLÍNÍSK PRÓUN Á ÞURRI HÚÐ
Rannsóknarsetur Rannsóknarstofa í ljóslíffræði við læknaháskóla Suður-Afríku. Rannsókn 1: Raki í hornlagi og tálmavirkni Markmið Til að meta áhrif stakrar ásetningar af Bio‑Oil® Skincare Oil við að bæta tálmavirkni og rakastig í hornlagi. Dæmi Þátttakendur: 40 kvenkyns þátttakendur með ýmis konar húðgerðir samkvæmt Fitzpatrick skalanum. Prófunarsvæði: prófunarvörur voru bornar lófamegin á framhandleggjum allra þátttakenda. Aðferðafræði Mat á rakastigi í húð með rakamæli (Corneometer) sem aðalmælitæki, tálmavirkni var metin með gufumæli (Vapometer) sem aukamælitæki. Þátttakendur þvoðu framhandleggina með sápu 2 klukkustundum áður en mælingar fóru fram til að framkalla húðþurrk. Gerðar voru tækjamælingar við upphaf rannsóknar til að ákvarða upphafsgildi. Bio‑Oil® Skincare Oil varan og viðmiðunarolía voru síðan borin á aðskilin svæði lófamegin á framhandleggjum allra þátttakenda. Mælingar voru teknar aftur strax eftir að vara hafði verið borin á og 2 klukkustundum eftir það, bæði fyrir og eftir að varan var þurrkuð af. Ómeðhöndlaða samanburðarsvæðið var einnig mælt á öllum tímapunktum. Niðurstaða Strax eftir ásetningu drógu báðar olíurnar úr vökvatapi í gegnum húðþekju (Transepidermal Water Loss, TEWL) samanborið við ómeðhöndlaða samanburðarhópinn. Hækkuð rafrýmdargildi húðarinnar við 2 klukkustunda markið, áður en varan var þurrkuð af, benti til hærra rakastigs í húð fyrir báðar olíurnar. Tveimur tímum eftir það, eftir að hafa þurrkað olíurnar af yfirborði húðarinnar, sýndi Bio‑Oil® Skincare Oil enn hærri TEWL-gildi samanborið við viðmiðunarolíuna, sem gefur til kynna aukna rakamyndun og þar af leiðandi hærra rakastig húðarinnar. Rannsókn 2: Ásýnd þurrar húðar Markmið Til að meta áhrif þess að nota Bio‑Oil® Skincare Oil tvisvar á dag við að bæta rakavirkni og draga úr húðþurrki. Dæmi Þátttakendur: 25 kvenkyns þátttakendur af hvítum kynþætti. Prófunarsvæði: prófunarvörur voru bornar á ytri, neðri fótlegg allra þátttakenda. Aðferðafræði Sápa var notuð til að framkalla húðþurrk yfir 7 daga tímabil. Bio‑Oil® Skincare Oil og viðmiðunarolía voru borin á húðina tvisvar á dag. Húðmat var framkvæmt á degi 1 og 3. Sjónrænt mat var framkvæmt af þjálfuðum sjónrænum matsaðila sem notaðist við 2x stækkunarlampa. Ómeðhöndlað samanburðarsvæði var einnig metið á öllum tímapunktum. Niðurstaða Bæði Bio‑Oil® Skincare Oil og viðmiðunarolían bættu þurrleika húðarinnar í samanburði við ómeðhöndlaða samanburðarhópinn. Bio‑Oil® Skincare Oil sýndi tölfræðilega yfirburði á degi 3. Verulegar framfarir hvað varðar ásýnd húðsvæða sem meðhöndluð voru með Bio‑Oil® Skincare Oil staðfestu virkni vörunnar við að draga úr húðþurrki.
PRÓF Á VIÐKVÆMRI HÚÐ
Rannsóknarsetur Complife Italia Srl, Ítalía. Markmið Að meta hvort Bio‑Oil® Skincare Oil geti valdið ertingu í húð. Dæmi Þátttakendur: 25 þátttakendur; 19 karlar og 6 konur, öll með viðkvæma húð samkvæmt mjólkursýrubrunaprófi. Aldur þátttakenda: 18–65. Aðferðafræði Slembiröðuð samanburðarrannsókn. Tvö svæði voru metin: svæði þar sem neikvætt samanburðarefni (steinefnasneytt vatn) var borið á og svæði þar sem Bio‑Oil® Skincare Oil var borið á. Prófunarvörur voru bornar á handarbak þátttakenda í 48 klukkustundir með Finn Chamber® búnaði. Húðviðbrögð voru metin undir eftirliti húðsjúkdómalæknis til að meta frumkomna húðertingu við 15 mínútur, 1 klukkustund og 24 klukkustundir eftir að plásturinn var fjarlægður. Húðviðbrögð voru metin á kvarðanum 0–4 (þar sem 0 enginn roði, bjúgur eða annars konar húðerting var til staðar og 4 var alvarlegur roði og bjúgur, sem lýsir sér sem dökkrauður litur og langvarandi þroti út fyrir ásetningarsvæðið). Niðurstaða Engir þátttakendur upplifðu aukaverkanir af prófunarvörunni og hjá öllum þátttakendum á öllum tímapunktum var stigafjöldi á sjónrænum skala skráður sem 0 (núll). Húðþolsflokkur Bio‑Oil® Skincare Oil var „ekki ertandi“.
PRÓF TIL AÐ META SVITAHOLUFSTÍFLANDI EIGINLEIKA
Rannsóknarsetur Complife Italia Srl, Ítalía. Markmið Til að prófa hvort Bio‑Oil® Skincare Oil sé líkleg til að valda þrymlabólum og stífluðum svitaholum (graftarbólum). Dæmi Þátttakendur: 20 þátttakendur; 14 konur og 6 karlar með ýmsar Fitzpatrick húðgerðir, með húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum. Aldur þátttakenda: 18–65. Aðferðafræði Slembiröðuð samanburðarrannsókn. Varan var borin á síupappírsskífu á efri hluta baks hjá þátttakendum. Plástrar voru látnir sitja í 48 til 72 klukkustundir, fjarlægðir og settir aftur á. Alls voru 12 plástrar settir á 4 vikur í röð. Þrjú svæði voru metin með því að bera saman neikvætt samanburðarefni (steinefnasneytt vatn), prófunarvöruna (Bio‑Oil® Skincare Oil og jákvæða samanburðarefnið (lanólínalkóhól, sem vitað er að hafi svitaholustíflandi virkni). Húðviðbrögð voru klínískt metin undir eftirliti húðsjúkdómalæknis 15 mínútum eftir að hver plástur var fjarlægður til að bera saman fjölda stíflaðra svitahola fyrir og eftir hverja ásetningu vörunnar. Niðurstaða Bio‑Oil® Skincare Oil leiddi ekki til stíflaðra svitahola. Svæðið sem Bio‑Oil® Skincare Oil var borið á sýndi engan marktækan mun í samanburði við svæðið með neikvæða samanburðarefninu. Jákvæða samanburðarefnið olli þrymlabólum.
RANNSÓKN Á GLEYPINGU
Rannsóknarsetur proDERM stofnun hagnýtra húðrannsókna í Hamborg, Þýskalandi. Rannsókn 1: Þjálfaðir matsaðilar Markmið Til að meta gleypnihraða Bio‑Oil® Skincare Oil (þ.e. hversu hratt húðin dregur vöruna í sig) eftir staðlaða ásetningu og þegar vörunni er nuddað í húðina. Dæmi Þátttakendur: 22 þjálfaðir matsaðilar; 21 kona og 1 karl. Prófunarsvæði: prófunarvörur bornar lófamegin á framhandleggjum allra matsaðila. Aðferðafræði Tvíblind og slembiröðuð samanburðarrannsókn. Bio‑Oil® Skincare Oil varan og viðmiðunarolían voru borin á úthlutuð prófunarsvæði lófamegin á framhandleggjum matsaðila. Matsaðilar framkvæmdu 100 hringlaga hreyfingar á tilteknum hraða. Matsaðilar mátu síðan gleypingu efnanna á 5 punkta kvarða frá „mjög hæg gleyping“ til „mjög hröð gleyping“. Húðfitumælingar, til að meta magn fitu á húðinni, voru teknar á tveimur tímapunktum; fyrir ásetningu og 2 mínútum eftir ásetningu vörunnar. Niðurstaða Gleyping Bio‑Oil® Skincare Oil í húðina var metin sem „mjög hröð“ eða „hröð“ af meirihluta (77,3%) þjálfaðra matsaðila. Þetta var sannreynt með tækjamælingum með húðfitumæli á öðrum tímapunktum sem sýndi fram á að magn Bio‑Oil® Skincare Oil leifa á húðinni var marktækt minni í samanburði við viðmiðunarolíuna. Rannsókn 2: Umræðuhópur neytenda Markmið Til að meta gleypnihraða Bio‑Oil® Skincare Oil (þ.e. hversu hratt húðin dregur vöruna í sig) eftir staðlaða ásetningu og þegar vörunni er nuddað í húðina. Dæmi Þátttakendur: 100 þátttakendur; 97 konur og 3 karlar. Prófunarsvæði: prófunarvörur bornar lófamegin á framhandleggjum allra þátttakenda. Aðferðafræði Tvíblind og slembiröðuð samanburðarrannsókn. Bio‑Oil® Skincare Oil varan og viðmiðunarolía voru borin á úthlutuð prófunarsvæði lófamegin á framhandleggjum þátttakenda. Þátttakendur nudduðu hvorri prófunarvöru í húðina í eina mínútu. Þátttakendur mátu síðan gleypni afurðanna á 5 punkta kvarða frá „mjög hæg gleyping“ til „mjög hröð gleyping“. Niðurstaða Gleyping Bio‑Oil® Skincare Oil í húðina var metin sem „mjög hröð“ eða „hröð“ af meirihluta (72%) þjálfaðra þátttakenda.
RANNSÓKN Á EINANGRANDI ÁHRIFUM
Rannsóknarsetur Rannsókn framkvæmd af prófessor Dr. J Wiechers hjá Rigano Laboratories í Mílanó, Ítalíu. Markmið Að meta hvort Bio‑Oil® Skincare Oil sýnir álíka einangrandi áhrif og vernix caseosa. Vernix caseosa er almennt álitinn af snyrtifræðingum sem „gullstaðalinn“ hvað viðkemur efnum með rakagefandi virkni í húð vegna þess hversu vel efnið einangrar húðina. Aðferðafræði Fyrirfram ákveðnu magni af vatni var komið fyrir í bikarglösum sem þakin voru hálfgegndræpri himnu sem kallast Vitro-Skin™ og líkir eftir yfirborðseiginleikum í húð mannfólks. Sama magn af vernix caseosa og Bio‑Oil® Skincare Oil var borið á himnuna og mælt var hversu hratt vatn gufaði upp úr bikarglasinu með tímanum. Þetta var borið saman við hversu hratt vatn gufaði upp í þeim tilvikum þar sem varan hafði ekki verið borin á himnuna. Flutningshraði vatnsgufu fyrir hverja vöru var reiknaður út og gefinn upp í g/m²/klst. Niðurstaða Bio‑Oil® Skincare Oil sýndi mjög svipuð einangrandi áhrif og vernix caseosa, skráð sem 23,5 samanborið við 27,2 hjá vernix caseosa.
ÁSETNING
Hvernig á að setja vöruna á Bio‑Oil® Skincare Oil er nuddað í hringlaga hreyfingum á líkamann eða andlitið þar til það hefur dregist að fullu inn í húðina. Mælt er með því að varan sé borin á húðina tvisvar á dag, í að minnsta kosti þrjá mánuði. Ekki ætti að bera Bio‑Oil® Skincare Oil á opin sár eða rofna húð. Þetta er snyrtivara sem er eingöngu ætluð til notkunar útvortis. Það er óhætt að nota vöruna á ör um leið og yfirborð húðarinnar hefur gróið að fullu. Niðurstöður geta verið breytilegar á milli einstaklinga. Hversu lengi á að nota Ýmsar klínískar rannsóknir á Bio‑Oil® Skincare Oil hafa farið fram yfir 8 vikna og 12 vikna tímabil, sem þýðir að hægt hefur verið að meta hvernig varan virkar yfir tiltekið tímabil. Tölfræðileg greining sýnir fram á verulegan bata á ásýnd húðarinnar eftir eingöngu tvær vikur, í sumum tilvikum, og að þessi bati haldist eða aukist meðan á rannsókninni stendur. Notkun sem hluti af daglegri húðumhirðu Fyrir hámarks gleypingu ætti að bera Bio‑Oil® Skincare Oil á húð sem búið er að hreinsa. Ef Bio‑Oil® Skincare Oil er blandað saman við aðrar vörur til að „drýgja hana“ getur það haft neikvæð áhrif á virkni vörunnar. Ef þú notar rakakrem, sólarvörn eða annas konar andlitskrem þá skaltu aðeins gera það þegar Bio‑Oil® Skincare Oil hefur dregist að fullu inn í húðina. Ef nota á Bio‑Oil® Skincare Oil á allan líkamann þá skal gera það eftir sturtu eða bað. Notkun á meðgöngu Meðgönguhúðslit geta birst hvar sem er á líkamanum en líklegast er að það gerist á kvið, lærum, mjöðmum, mjóbaki, rassi eða brjóstum. Til að koma í veg fyrir myndun húðslits á meðgöngu er mælt með því að Bio‑Oil® Skincare Oil sé borin á þessi svæði tvisvar á dag, frá upphafi fyrsta þriðjungs meðgöngu þar til eftir fæðingu. Regluleg notkun Bio‑Oil® Skincare Oil mun einnig draga með virkum hætti úr kláða og húðþurrki, sem tengist meðgöngukláða (pruritis gravidarum). Það má nota vöruna til að vinna á ójöfnum húðlit sem stafar af hormónasveiflum sem eiga sér stað á meðgöngu. A-vítamín og meðganga Vanalega er konum ráðlagt að takmarka notkun A-vítamíns á meðgöngu og því kann að vera að sumir hafi áhyggjur yfir því að nota húðvörur sem innihalda A-vítamín. Efni sem borið er á húðina getur eingöngu talist skaðleg ef magn er yfir eiturefnafræðilegum viðmiðunarmörkum þess efnis. Þar sem að húðin er umtalsverða hindrun gagnvart gegnflæði þá er aðeins brot af af því A-vítamíni sem borið er útvortis á húðina sem ratar inn í líkamann. Vísindaráð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um heilsu- og neytendavernd (European Commission’s Scientific Committee on Consumer Safety, SCCS) hefur lagt mat á A-vítamín og estera þess, þegar það er notað sem innihaldsefni í snyrtivörum. Álit SCCS er að notkun A-vítamíns í húðmjólk, allt að hámarksþéttni 0,05% af retínólígildi, sé örugg. Magn A-vítamíns í Bio‑Oil® Skincare Oil samsetningunni er langt undir þessari leyfilegu hámarksþéttni (hámarksstyrk) fyrir húðmjólk og því öruggt er að nota það alla meðgönguna. Þar sem að þéttni A-vítamíns er þetta lág þá geta þungaðar konur notið ávinnings A-vítamíns með Bio‑Oil® Skincare Oil á hættulausan hátt. Rósmarínolía og meðganga Rósmarínolía í hárri þéttni (miklu magni) hefur reynst hafa tíðaörvandi áhrif (emmenagogue) og hugsanlega stuðla að snemmbúnum fæðingarhríðum. Þetta er ástæðan þess að ilmkjarnaolíufræðingar og grasalæknar sem nota rósmarínolíu í hárri þéttni, mæla gegn því að olían sé notuð meðan á meðgöngu stendur. Hins vegar er þéttni rósmarínolíu í Bio‑Oil® Skincare Oil mjög lág og því öruggt að nota vöruna meðan á meðgöngu stendur. Notkun meðan á brjóstagjöf stendur Öruggt er að nota Bio‑Oil® Skincare Oil á líkamann meðan á brjóstagjöf stendur, en mælt er með því að forðast að bera það á geirvörturnar. Þó ekki séu líkur á skaðlegum áhrifum þá eru ungabörn afar viðkvæm og þess skal gætt að þau innbyrði ekki Bio‑Oil® Skincare Oil, jafnvel í mjög litlu magni. Notkun hjá börnum og ungabörnum Öryggi þess að nota Bio‑Oil® Dry Skincare Oil á börn yngri en þriggja ára hefur ekki verið metið. Á fyrstu árum eftir fæðingu eiga sér stað ýmsar breytingar á mannslíkamanum, þar með talið uppbygging ónæmiskerfisins. Því er eingöngu mælt með því að efnið sé notað á börn þriggja ára og eldri. Nota skal vöruna með varúð á börn og ætti ekki að nota nálægt augum eða munni. Notkun í sólinni Prófanir sem gerðar voru á Bio‑Oil® Skincare Oil sýna að varan örvar hvorki né eykur sólbruna. Vöruna er því óhætt að nota í sólinni, en hún veitir enga vörn gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla sólarinnar (UVA og UVB) og því er mikilvægt að nota með vörunni breiðvirka sólarvörn með sólarvarnarstuðli (SPF) að minnsta kosti 30. Notkun á eða nálægt slímhúð Bio‑Oil® Skincare Oil hefur verið flokkuð sem örugg til allra nota, nema hvað varðar snertingu við slímhúð. Notkun í tengslum við geislameðferð eða krabbameinslyfjameðferð Þrátt fyrir að Bio‑Oil® Skincare Oil innihaldi engin efni sem geta dregið í sig geislun, er ráðlegt fyrir fólk sem er í geislameðferð eða krabbameinslyfjameðferð að leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Notkun samhliða lyfjum Bio‑Oil® Skincare Oil er snyrtivara. Til að fá ráðleggingar varðandi notkun vörunnar samhliða notkun lyfja er best að leita ráða hjá lækni. Notkun á viðkvæma húð Bio‑Oil® Skincare Oil má nota á viðkvæma húð. Í rannsókn á ertingu í húð sem gerð var hjá 25 þátttakendum á aldrinum 18–65 ára með viðkvæma húð, fengu engir þátttakenda aukaverkanir við notkun efna samsetningarinnar. Notkun á feita húð Bio‑Oil® Skincare Oil má nota á feita húð. Í rannsókn sem gerð var hjá 20 þátttakendum á aldrinum 18–65 ára með húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum, kom fram að Bio‑Oil® Dry Skincare Oil var ekki svitaholustíflandi. Notkun á húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum Bio‑Oil® Skincare Oil má nota á húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum. Í rannsókn sem gerð var hjá 20 þátttakendum á aldrinum 18–65 ára með húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum, kom fram að Bio‑Oil® Dry Skincare Oil var ekki svitaholustíflandi. Í rannsókn á þrymlabóluörum sem framkvæmd var hjá 44 þátttakendum á aldrinum 14 til 30 ára, með nýleg þrymlabóluör á andliti, sýndu niðurstöður úr talningu á þrymlabólum og húðfitumælingar fram á að notkun Bio‑Oil® Skincare Oil valdi hvorki þrymlabólum né auki þær eða húðfituseytingu. Hins vegar er ráðlegt að fólk sem þjáist af þrymlabólum leiti ráða hjá lækni áður en það notar Bio‑Oil® Skincare Oil.
ÖRMYNDUN
Ör er kollagenmyndun sem myndast sem náttúrulegur hluti af sáragræðsluferlinu eftir áverka á húðinni. Kollagen samanstendur af náttúrulegum próteinum sem mynda meginhluta bandvefs líkamans. Þegar áverkar verða á húðinni þá bregst líkaminn eins fljótt við og auðið er til að gera við viðkomandi svæði, með áherslu á lifun einstaklingsins af frekar en að sárið grói á fullkominn hátt. Hröð offramleiðsla kollagens sem svar við áverkunum er það sem myndar ör. Þó að ör gangi í gegnum fjölmargar breytingar eftir því sem það þróast, mun það aldrei verða eins sterkt og nærliggjandi húðsvæði. Hársekkir og svitakirtlar á svæði örsins munu ekki vaxa aftur. Örmyndun skiptist í eftirfarandi fjögur stig: Blóðstorkustig Þetta byrjar strax eftir áverka og varir í nokkrar klukkustundir, þar sem skaddaða svæðið reynir að endurheimta eðlilegt ástand með því að þrengja að æðum til hefta blæðingu. Sködduðu frumurnar losa samtímis ákveðin prótein til að virkja storknun og loka þannig fyrir skaddaðar æðar og draga úr blóðtapi. Bólgustig Roði og bólga sem kemur fram í þrjá eða fjóra daga eftir upphaflega áverka og það er sýnileg vísbending ónæmissvörunar. Hvít blóðkorn gefa frá sér efni sem hreinsa burt hrat og bakteríur úr sárinu. Frumuvaxtarstig Þetta byrjar á þriðja degi og stendur yfir í um þrjár vikur. Þrjú mismunandi ferli eiga sér stað samtímis á þessu stigi til að loka sárinu og binda það: Bólguholdgun: trefjakímfrumur (frumur sem sjá um að mynda kollagen) fjölga sér á sárstaðnum og mynda fljótt kollagen til að fylla upp í sárið. Þekjun: húðlag myndast til að hylja sárið. Samdráttur sárs: sárið er dregst saman til að reyna að draga úr gallann. Þroskunarstig Þetta „umbyggingarstig“ hefst eftir um það bil þrjár vikur og getur haldið áfram í allt að tvö ár, en það fer allt eftir umfangi og dýpt sársins. Á þessu tímabili heldur kollagen áfram að byggjast upp þar sem trefjunum er endurraðað í samræmi við álagið sem lagt er á áverkasvæðið og það ákvarðar endanlega svipmynd örsins. Þó örið hylji og verji sárstaðinn, getur það auðveldlega misfarist. Örvefur er almennt með 70% af togstyrk heilbrigðrar húðar.
TEGUNDIR ÖRA
Vegna þess að sáragræðsla einstaklinga er ólík, verður endanleg ásýnd örsins breytilegt á milli einstaklinga. Þættir eins og húðgerð, staðsetning örsins, tegund áverka, aldur viðkomandi og jafnvel næringarfræðilegir þættir munu eiga þátt í að ákvarða hvernig örið mun líta út. Tegundum öra má skipta í eftirfarandi flokka: Algeng ör Þessi ör virðast bólgin og dökk í upphafi en verða flatari og minna áberandi með tímanum sem leiðir til að örfín lína myndast. Visnunarör Þessi ör valda lægðum eða dældum undir yfirborði húðarinnar. Dæmi eru ör eftir þrymlabólur eða hlaupabólu. Ofvaxtarör Þessi ör bunga út fyrir yfirborð húðarinnar. Þau einkennast af of miklu magni kollagens, en halda sig alltaf innan marka upprunalega sársins. Örbrigsli Ekki skal rugla saman örbrigslum og ofvaxtarörum. Þó að þau séu bæði upphleypt ör, þá einkennast örbrigsli af því að þau ná út fyrir mörk upprunalega sársins. Þau geta haldið áfram að vaxa með tímanum og snúa vanalega aftur eftir brottskurð. Örsamdrættir Samdráttarör myndast þegar það verður varanleg spenna í húðinni. Þau myndast gjarnan þegar ör liggja hornrétt yfir liðamót eða húðrákir. Örvefurinn teygist ekki og getur því hamlað eðlilegri hreyfigetu. Örsamdrættir verða oft í kjölfar brunasára. Húðslit (Striae) Húðslit kemur fram á tímabilum með hröðum þyngdarsveiflum (t.d. vaxtarkippir unglinga, meðgöngu) þegar líkaminn stækkar hraðar en húðin sem hylur hann, sem veldur innvortis slits húðvefsins. Þegar þetta slit lagast af sjálfu sér myndar það ör sem kallast húðslit.
MYNDUN HÚÐSLITS
Frá læknisfræðilegum sjónarhóli er húðslit, eða „striae“, einfaldlega önnur gerð af örum, hins vegar líta flestir á þau öðrum augum en ör. Húðslit eru línur á húðinni sem myndast á tímabilum þar sem húðin þenst hratt út, til dæmis hjá þunguðum konum, hjá vaxtaræktarfólki og unglingum meðan á vaxtarkipp stendur. Orsakir húðslits eru einfaldlega að það teygist á húðinni. Fólk með ljósari húðlit hefur tilhneigingu til að fá bleik húðslit, en fólk með dekkri húðlit hefur tilhneigingu til að fá húðslit sem eru ljósari en húðin í kring. Húðin getur teygst á náttúrulegan hátt. Teygjanleiki hennar er þökk sé kollageninu og elastíninu í húðleðrinu sem liggur undir húðvefnum. Kollagen samanstendur af hópi náttúrulegra próteina og er lykilþáttur í bandvef líkamans. Elastín, sem einnig samanstendur af náttúrulegum próteinum, er einnig að finna í bandvef og veitir honum teygjanlega eiginleika. Þessi bandvefur gerir húðinni kleift að laga sig að stöðugum hreyfingum líkamans með því að stækka og dragast saman, en á tímabilum þar sem um hraða þyngdaraukningu er að ræða getur gerist að bandvefur hafi ekki nægilegan tíma til að aðlagast og það veldur innvortis sliti í húðvef. Þegar þessi slit lagast af sjálfu sér þá mynda þau ör sem við þekkjum sem húðslit. Gagnleg samlíking er að sjá fyrir sér gorm sem verið er að teygja á. Ef þú teygir gorma innan ákveðins sviðs, sem kallast náttúruleg teygjumörk, dregst hann saman aftur í upprunalega stærð sína. Hins vegar, ef þú teygir gorminn út fyrir náttúruleg teygjumörk, verður hann varanlega teygður og gengur ekki aftur í upprunalega stærð. Þó að húðslit feli ekki í sér verulegan læknisfræðilegan skaða geta þau valdið tilfinningalegri vanlíðan hjá þeim sem fá þau. Líkurnar á að fá þau ráðast af húðgerð, aldri, erfðum, mataræði og rakastigi húðarinnar. Stigmyndun húðslita eru sem hér segir: Fyrsta stig Í fyrstu virðist húðslitið fölt og því kann að fylgja kláði. Húðin næst húðslitinu getur líka virst „flöt“ eða „þunn“. Annað stig Smám saman mun húðslitið verða lengra, breiðara, dekkra og sýnilegra. Þriðja stig Þegar húðslitið hefur þroskast og húðin er ekki lengur jafn strekkt munu það byrja að dofna og verða fölara. Það kann líka að virðast dældað og með óreglulega lögun eða lengd.
MYNDUN HÚÐSLITS Á MEÐGÖNGU
Talið er að á milli 50% og 90% þungaðra kvenna geti fengið húðslit á meðgöngu. Húðslit geta myndast á kvið, lærum, mjöðmum, mjóbaki, rassi og brjóstum - svæðum þar sem mest teygist á húðinni samhliða breytingum líkamans á meðgöngu. Þó að húðslit geti birst hvar sem er á líkamanum, eru líklegast að þau birtist á stöðum þar sem líkaminn varðveitir mikið magn af fitu. Þó að húðslit verði almennt sýnileg á síðari þriðjungum meðgöngu (í kringum sjötta eða sjöunda mánuð) geta sumar konur séð húðslit myndast á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Húðslit á meðgöngu kunna einnig að stafa af því að húðin er að búa sig undir fæðingu með því að framleiða aukið magn hormóna. Þessi hormón draga meira vatn inn í húðina, sem slakar á tengslum á milli kollagenþráða. Þetta þýðir að húðin á auðveldara með að slitna þegar teygt er á henni og að húðslit myndast. Líkurnar á að fá húðslit eru mismunandi eftir húðgerð, aldri, erfðum, mataræði og rakastigi húðarinnar.
FRAMLEIÐSLA
Framleiðsla á Bio‑Oil® Skincare Oil samræmist kröfum um góða framleiðsluhætti (GMP) ISO 22716:2007 fyrir snyrtivörur. Öllu hráefni sem notað er við framleiðslu á Bio‑Oil® Skincare Oil fylgir greiningarvottorð (Certificate of Analysis, COA) og öllum umbúðum fylgir samræmisvottorð (Certificate of Conformance, COC). Ekkert hráefni eða umbúðaefni fer í framleiðslu fyrr en þau hafa staðist gæðaeftirlitspróf. Sérhverri Bio‑Oil® Skincare Oil framleiðslulotu er úthlutað einkvæmu lotunúmeri. Sýni úr lotunni er prófað í rannsóknarstofu með tilliti til ásýndar, skýrleika, lyktar, auðkenningar með litrófsmælingu, þéttleika, seigju og örverufræðilegra þátta. Sýnið er varðveitt í sex ár. Áfylling og pökkun á Bio‑Oil® Skincare Oil fer fram í hita- og rakastýrðu umhverfi. Loftið fer í gegnum svifefnasíukerfi til að koma í veg fyrir rykmengun. Starfsmenn sem vinna við framleiðslulínur klæðast höfuðbúnaði, andlitsgrímum, andlitshlífum, hönskum, yfirhöfnum og skóhlífum. Sýni eru tekin úr framleiðslulínunni með reglulegu millibili og eru þau eru send til skoðunar hjá gæðaeftirliti til að fyrirbyggja óreglulega galla. Lotunúmer er prentað á flöskuna, öskjuna og sendingarumbúðir og varðveislusýni sem tekið er úr hverri framleiðslulotu er varðveitt í sex ár. Engin skaðleg útblástur, hættulegur úrgangur eða frárennsli myndast við framleiðslu á Bio‑Oil® Skincare Oil.
GEYMSLUSKILYRÐI
Bio‑Oil® Skincare Oil skal geyma á köldum stað, fjarri beinu sólarljósi.
ENDURVINNSLA
Allar Bio‑Oil® Skincare Oil umbúðir (flaska, lok og askja) eru endurvinnanlegar.
TÍMI FRÁ OPNUN (Period After Opening, PAO)
Bio‑Oil® Skincare Oil er með 36 mánaða PAO. Þetta er sá tími frá opnun þar sem varan getur talist örugg og hægt er að nota hana án þess að valda neytanda skaða.
VOTTANIR
Bio‑Oil® Skincare Oil er vottað Halaal og Kosher.
AUKAVERKANIR
Þó að Bio‑Oil® Skincare Oil búi yfir öruggum eiturefnafræðilegu sniði og uppfylli alþjóðlegar reglur að þessu leyti þá er, eins og á við um allar snyrtivörur, alltaf einhver hætta á að notendur Bio‑Oil® Skincare Oil finni fyrir aukaverkunum við notkun vörunnar. Ef aukaverkun kemur fram skal hætta notkun vörunnar tafarlaust. Einkenni aukaverkana í húð geta verið útbrot, þroti og bólga, sem myndi vanalega koma fram á svæðinu þar sem varan var borin á. Þessum aukaverkunum í húð getur fylgt kláði og lítilsháttar óþægindi. Í flestum tilvikum hverfa aukaverkanirnar innan tveggja til þriggja daga eftir að notkun vörunnar er hætt. Þar til hún er komin aftur í upprunalegt ástand getur húðin virst þurr og flagnað á meðan aukaverkanirnar eru að ganga til baka. Ef þú hefur áhyggjur af hugsanlegri ofnæmissvörun við notkun Bio‑Oil® Skincare Oil, er skynsamlegt að framkvæma einfalt ofnæmispróf til að athuga það. Þetta er gert með því að bera lítið magn af Bio‑Oil® Dry Skin Gel á innanverðan framhandlegginn og bíða í sólarhring til að sjá hvort einhver viðbrögð koma fram. Áberandi roði í húð (húðroði) eða lítilsháttar þroti í húð (bjúgur) getur bent til hugsanlegra ofnæmisviðbragða.
EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM
Bio‑Oil® Skincare Oil og hráefni þess eru framleidd í samræmi við reglugerðir ESB um dýraprófanir fyrir snyrtivörur. Hvorki Bio‑Oil® Skincare Oil, né nokkur innihaldsefni hennar, eru prófuð á dýrum af hvorki Bio‑Oil né neinum hráefnisbirgjum þess.
VEGAN
Bio‑Oil® Skincare Oil inniheldur engin hráefni úr dýrum.
INNTAKA FYRIR SLYSNI
Ef Bio‑Oil® Skincare Oil er tekin inn fyrir slysni er ólíklegt að vart verði við aukaverkanir umfram ógleði og niðurgang, vegna þess að Bio‑Oil® Skincare Oil er ekki eitrað. Hins vegar er mælt með því að leita læknis, sérstaklega ef ungabarn eða barn innbyrðir vöruna fyrir slysni.
BREYTT ÚTLIT
Bio‑Oil® Skincare Oil inniheldur plöntukjarna og ilmkjarnaolíur úr calendula, kamómillu, lofnarblómum og rósmaríni, auk A-vítamíns, sem öll eru ljósnæm. Útsetning fyrir sólarljósi getur valdið litabreytingu með tímanum. Hins vegar er ólíklegt að það hafi áhrif á virkni vörunnar. Til öryggis innihalda Bio‑Oil® Skincare Oil flöskur efni sem sogar í sig útfjólublátt ljós. Engu að síður skal geyma vöruna fjarri beinu sólarljósi.
DAGSETNING SÍÐUSTU UPPFÆRSLU
22. ágúst 2023